13. júní 2014

Skemman - kaffihús á Hvanneyri

 Í gær var opnað kaffihús á Hvanneyri; Skemman - kaffihús. Það er eins og nafnið bendir til í Skemmunni, elsta húsinu á staðnum (frá 1896). 

 

Gengið er suður með kirkjugarðinum og tröðina áfram í átt að bæjarlæknum á Hvanneyri.

 

Þar stendur Skemman í ákaflega hlýlegu og friðsælu umhverfi - vöfnu gróðri og hallandi mót sólu.

 

Kaffihúsið er opið kl. 13-18.  

Þið finnið það m.a. á facebook.

 

Tilvalið er að kikja í Landbúnaðarsafnið, Ullarselið og á hin reisulegu hús Gamla staðarins, verk fyrstu húsameistaranna okkar, þeirra Rögnvaldar, Einars og Guðjóns. Gönguferð niður á Engjar er líka fyrirhafnarinnar virði!