16. júní 2014

50 ára nemendur færðu safninu gjöf

Þann 12. júní sl. heimsóttu 50 ára búfræðingar sinn gamla skóla á Hvanneyri, skoðuðu staðinn og minntust liðinna daga og gamalla kynna.

 

Í miklum kvöldfagnaði sem þeir efndu til í Skemmunni þennan dag afhentu þeir Landbúnaðarsafni myndarlega fjárupphæð til eflingar safninu og til minningar um veru sína á Hvanneyri.

 

Það var Ólafur Geir Vagnsson fyrrv. héraðsráðunautur sem þá hafði orð fyrir hópnum.

 

Landbúnaðarsafn er hópnum afar þakklátt fyrir gjöfina. Verður hún notuð til afmarkaðs og sýnilegs verkefnis í hinni væntanlegu sýningu safnsins.

 

Meðfylgjandi mynd tók Valur Haraldsson á Hellu af hluta hópsins í gönguferð um Gamla staðinn á Hvanneyri í sumarblíðunni.