24. júní 2014

Af framkvæmdum

Hægt og bítandi nuddum við áfram undirbúningi að sýningu Landbúnaðarsafns í Halldórsfjósi. 

 

Að þessu sinni segjum við frá forláta sýningarskápum sem Trausti Sigurðsson trésmíðameistari hefur smíðað fyrir safnið en þá setti hann upp á dögunum.

 

Við það tækifæri var þessi mynd tekin sem sýnir Trausta t.h. en að baki honum er mublan, önnur tveggja. Þar verði sýndir viðkvæmari og verðmætari gripir. 

 

Sýningarborð (undir gleri) í sama stíl hafa svo PJ-byggingar smíðað eins og annað tréverk sýningarinnar.

Það er Björn G. Björnsson sem hannar sýninguna í samvinnu við heimamenn og hann tók þessa mynd.

 

Næst á dagskránni er lýsingin, sem lögð hafa verið drög að, svo og að veita öllu timburverki nokkurn virðuleik aldurdóms með sérstakri yfirborðsmeðhöndlun. Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt hjá Basalt(i) ræður okkur heilt um það.  

 

Allt nuddast þetta áfram, og eins og heimsíðungur hefur fyrr sagt: Verkið hefur aldrei verið komið eins langt og í dag.