3. júlí 2014

Á Hvanneyri laugardaginn 12. júlí nk.!

Safnadgur okkar verður laugardaginn 12. júlí nk. Þá munu koma í heimsókn félagar úr Fornbifreiðafjelagi Borgarfjarðar á bílum sínum sem og dráttarvélum. Aðrir eigendur forndráttarvéla eru líka boðnir velkomnir með gripi sína til sýningar.

 

Landbúnaðarsafn verður opið án aðgangseyris en styrktarframlög þiggjum við. Leiðsögn verður veitt eftir getu, og bækurnar þrjár um Ferguson, Farmal og vinnuhestana og verkfærin þeirra verða að sjálfsögðu til sölu.

 

 

 

Jafnhliða þessum dagskrárliðum verða hátíðahöld á staðnum í tilefni af því að 125 ár eru liðin frá komu fyrsta nemandans í búnaðarskólann á Hvanneyri. Og ýmislegt fleira.

 

Það verður því við nóg að vera á staðnum frá hádegi þessa laugardags og vel frameftir degi ...

 

Nánar um þetta í Bændablaðinu og Skessuhorni þessarar viku  ... og á þessari heimasíðu eftir því sem nær dregur.