17. júlí 2014

Laugardags-Sögugöngur á Hvanneyri

Næstu þrjá laugardaga verður á vegum Landbúnaðarsafns Íslands efnt til stuttra sögugangna á Hvanneyri, sbr. meðfylgjandi kynningu.

 

Göngurnar hefjast kl. 14. Á eftir er tilvalið að kíkja í Skemmuna-Kaffihús. Þar fæst afar gott kaffi og ljúffengt meðlæti, einkum mælir heimsíðungur með vöfflunum belgísku sem þar eru bakaðar.

 

 

Skemman - Kaffihús er í einkar fallegu og friðsælu umhverfi Gamla staðarins á Hvanneyri. Eins og þeir segja með bjórinn: Líklega það borgfirska kaffihúsið sem er í fallegasta umhverfinu - já, og þó víðar væri leitað.

 

Meðfylgjandi mynd er tekin í sögugöngu á Hvanneyri fyrir nokkrum árum ...

 

Verið velkomin í gönguhópinn - Létt ganga fyrir hlýlega klætt göngufólk.