2. ágúst 2014

Safninu lokað 10. ág. vegna flutnings

Góðir velunnarar Landbúnaðarsafns og gestir þess!

 

Sunnudaginn 10. ágúst nk. munum við loka safninu um óákveðinn tíma vegna flutnings gripa þess og uppsetningar nýrrar sýningar í Halldórsfjósi.

 

Við vonum að verkið muni aðeins taka 2-3 vikur.  

 

 

 

Væntanleg sýning safnsins verður ekki fullbúin að ölliu leyti strax í haust, enda ætlum við að þreifa okkur áfram að hygginna manna hætti, og m.a. taka tillit til viðbragða fyrstu gestanna á hinum nýja stað!

 

Verið velkomin í Halldórsfjós - Við munum kynna rækilega hvenær við getum opnað almenningi dyr þess. 

 

Og svo er Ullarselið á leiðinni þangað líka!