5. september 2014

Fyrsti hópurinn kom í safnið í dag

Nokkur tímamót töldust verða í sögu Landbúnaðarsafns í dag, föstudaginn 5. september 2014:

 

Fyrsti hópurinn var formlega leiddur í gegnum safnið, þótt enn sé þar flest á tjá og tundri.

 

Hópinn mynduðu nemendur Landbúnaðarháskólans - Búvísindi 1. árs nemar með kennara sínum, Eiði Guðmundssyni .

 

Farið var yfir þróunarsögu landbúnaðarins hvað snerti ræktunarhætti og tæknivæðingu hennar.

 

Fór vel á því að það væru nemendur LbhÍ sem fyrstir fóru með skipulegum hætti í gegnum hina nýju sýningu safnsins, sem nú er að mótast.

 

Nú er hamast við að þoka verkinu áfram. Þar koma við sögu smiðir, rafvirkjar, píparar, grjóthleðslumenn, vélameistarar, SAS-menn, og handlangarar. Verkið hefur aldrei verið komið jafnlangt og nú; það var staðhæft í lok þessa vinnudags ...