6. september 2014

Spurning til lesenda síðunnar?

Nú langar okkur að spyrja ykkur, lesendur síðunnar, sem nú eru orðnir 865 skv. talningu Nepals - einhver hlýtur að kunna svar!

 

Kannast einhver við þessa gripi sem myndin er af og þá notkun þeirra:

Þetta eru mót úr tré, það til hægri er ca. 18x8 cm, 3,5 cm djúpt.

það til vinstri 18,5x7,5 cm og 7,5 cm á dýpt, en í því er laus botn með skafti svo þrýsta má botninum upp úr mótinu.

 

Þetta munu vera  smjörmót frá miðri síðustu öld, en kannast einhver við þau og þá einnig notkun þeirra?  

 

Ef einhver hefur séð þau í notkun eða þekkir til notkunar slíkra móta væri gaman að heyra orð um það...!

 

Bestu þakkir

 

Bjarni Guðmundsson

s. 844 7740 .... bjarnig@lbhi.is