14. september 2014

Sýning safnsins er að mótast

Nú erum við búin að flytja hátt í 100 tonn af járni, sennilega þó meira, á milli húsa sl. 3 vikur, og flokka gripina - setja sumt í geymslu, annað fer á sýninguna sem er hægt og sígandi að mótast.

 

Nokkrar myndir fylgja hér með: Við sjáum Fordson, eina sögumerkiustu dráttarvél allra tíma, þar sem hún er komin á sinn framtíðarbás á sýningunni.

 

Þá kíkjum við inn á verðandi búsverkstæði þar sem verið er að gera rauðleitri dráttarvél af ónefndri tegund til góða. Hvaða tegund er þetta?

 

 

Loks er horft inn í gömlu skemmuna, þar sem verið er að koma fyrir gömlum amboðum og fyrstu "nútíma" verkfærunum.

 

Næstu tvær vikur fara í röðun og pússun, svo og frágang veggmynda ... Skemmtilegt verk en verður ekki allt unnið í einu - við þróum þetta með okkur eftir því sem reynsla og ábendingar sega til um ...

 

Meira síðar.