28. september 2014

Flutningur safnsins markaður 2. október nk.

Eftir samfellda vinnu sl. sex vikur er nú búið að flytja gripi Landbúnaðarsafns yfir í Halldórsfjós, nema þá sem áfram verða í geymslum, og setja upp sýningu safnsins.  Ekki er þó búið að ljúka öllum smærri atriðum. Til þess gefst væntanlega næði í vetur.

 

Í tilefni þess hefur verið boðið til samkomu fimmtudaginn 2. október kl. 16, einkum þeim sem hafa lagt okkur lið með einum eða öðrum hætti.

 

Síðan er gert ráð fyrir að safnið verði gestum opið á sama tíma og Ullarselið, sem einnig flytur með safninu yfir í Halldórsfjós:  fimmtudaga, föstudaga og laugardaga kl. 13-17.