28. október 2014

Ný stjórn safnsins

Skipuð hefur verið ný stjórn Landbúnaðarsafns Íslands ses - til næstu fjögurra ára. Þar eiga sæti:

 

Fulltrúi LbhÍ Björn Þorsteinsson, og er hann formaður stjórnar, varamaður hans er Ragnhildur helga Jónsdóttir

 

Fulltrúi Borgarbyggðar er Ragnar Frank Kristjánsson og varamaður hans Helgi Haukur Hauksson.

 

Fulltrúi Bændasamtaka Íslands er Haraldur Benediktsson og varamaður hans er Tjörvi Bjarnason.

 

Fulltrúi Þjóðminjavarðar er Lilja Árnadóttir og varamaður hennar er Ágúst Georgsson og

 

fulltrúi ráðherra landbúnaðarmála er Arna Björg Bjarnadóttir og til vara Níels Árni Lund.

 

Hin nýja stjórn hélt fyrsta fund sinn sl. miðvikudag.