31. október 2014

Gestkvæmt í safninu

Landbúnaðarsafnið opnaði hina nýju sýningu sína í Halldórsfjósi 2. október. Um leið opnaði Ullarselið glæsilega verslun þar, en Ullarselið annast einnig afgreiðslu gesta fyrir safnið. Sambýlið fer vel af stað enda löng reynsla fyrir samvinnu af því tagi.

 

Gestkvæmt hefur verið í safninu frá opnun sýningarinnar. Reiknast okkur til að vel á sjötta hundrað gestir hafi komið í safnið í mánuðinum, nú síðast í morgun fyrsta árs nemendur Bændaskóla LbhÍ, er komnir voru til þess að kynna sér tæknibreytingar landbúnaðarins síðustu öldina, en heimsóknin var liður í námi þeirra.

 

 

Í vikunni komu líka nemendur Grunnskóla Borgarfjarðar með norrænum gestum sínum, bændahópur frá Noregi, og fram undan eru heimsóknir hópa sem pantað hafa leiðsögn.

 

Safnið er opið á afgreiðslutíma Ullarselsins, fim., föst. og laugardaga kl. 13-17. Á öðrum tímum er opið eftir pöntunum enda sé um hópa að ræða.

 

Landbúnaðarsafn og hin nýja sýning hafa hlotið ágæta kynningu í fjölmiðlum, nú síðast í fréttum Sjónvarps sl. mánudagskvöld, 27. október, sjá  http://ruv.is/sarpurinn/frettir/27102014-25 

 

Fréttin um safnið hefst við 17,30 mín.