21. desember 2014

Hátíðakveðjur Landbúnaðarsafns

Landbúnaðarsafn Íslands sendir öllum velunnurum og samstarfsaðilum bestu jóla- og nýárskveðjur og þakkar samskipti á árinu sem er að líða.

 

Sérstakar þakkir eru til allra þeirra fjölmörgu sem með einum eða öðrum hætti veittu okkur lið við flutning safnsins í Halldórsfjós á Hvanneyri og uppsetningu sýningar þar.

 

Megi árið 2015 hafa gleði og gæfu í fari sínu öllum til handa.