12. janúar 2015

Mynd-heimildir um heyhirðingu

Af því að nú er hámark vetrar framundan eftir aðeins tólf daga eða svo birtum við efni sem ætti að vekja með lesendum nokkra sumarstemningu.

Úr fórum Verkfæranefndar ríkisins á Hvanneyri, síðar Bútæknideildar, er komið mikið safn ljósmynda. Allar hinar eldri tók Ólafur Guðmundsson.

 

Myndasafninu hefur enn ekki verið unnið úr nema að litlu leyti.

 

Hér birtum við dálitla syrpu mynda með lauslegum texta heimsíðungs. Myndirnar lúta að hirðingu heys og eru frá árunum 1955-56.

 

Á þeim árum voru verkhættir við heyhleðslu mjög að breytast, ýmislegt nýtt var að koma, sumt staldraði stutt við, varð áfangi á leið, en annað varð langstæðara.

 

Kíkið á myndirnar, ég vona að tæknin skili þeim til ykkar.