23. janúar 2015

Safnið vantar múgavélahjól !

Laust fyrir miðjan sjötta áratug síðustu aldar barst til Íslands búvélarnýjung sem átti eftir að hljóta miklar vinsældir: Hjólmúgavélin  .... system Lely - eins og þar hét eftir upphafshugmyndinni.

 

Hjólmúgavélar komu hundruðum saman og eru jafnvel enn í brúkun eftir meira en 50 ára þjónustu.

 

Nú leitum við þeirra 900 lesenda er þessa síðu sjá:

 

Landbúnaðarsafn vantar nefnilega eitt heilt hjól af þessum múgavélategundum:

 

- Vicon Lely

- Heuma

- Bamford . . .

 

Heilt hjól merkir fyrst og fremst að allir tindar séu í hjóli, eða megi útvega svo heilt verði. Engu skipti þótt hjólið sé vel slitið að öðru leyti, t.d. legur, því að við ætlum ekki að raka með því ! 

 

Vinsamlegast hafið samband við okkur í síma 844 7740 ellegar á tölvupósti bjarnig@lbhi.is

 

Bestu þakkir