24. febrúar 2015

Stjórn LK heimsótti safnið

Í dag komu stjórn og framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda (www.naut.is ) í heimsókn og skoðuðu Landbúnaðarsafnið. Stjórnin fundaði á Hanneyri í dag og lauk deginum með safnheimsókninni.

 

Gaman var að fá þessa gesti í heimsókn og gafst tími til spjalls um nokkur efni sem báða aðila snertir.

 

Fáar búgreinar hafa gengið í gegnum jafnmiklar breytingar á síðustu 115 árum og naurgriparækt.

 

Nokkrum þeirra breytinga eru gerð skil í Landbúnaðarsafni en meira er í vændum.

 

Í gær heimsóttu svo safnið starfsmenn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugardal (www.mu.is ) eftir að hafa setið ráðstefnu í LbhÍ um velferð dýra og ný viðhorf í þeim efnum.

 

Safnið þakkar þessum gestum og öðrum sem komið hafa á hinu nýja ári kærlega fyrir komuna.