18. apríl 2015

Fornbílar HERO heimsækja Hvanneyri 19. apríl

Fornbílar  á vegum samtakanna Historic Endurance Rally Organisation eða HERO munu að öllum líkindum koma við á Hvanneyri á morgun, sunnudag um kl. 13 - og renna um hlað Gamla staðarins fyrir framan Halldórsfjós/Landbúnaðarsafn ....skv. þessari dagsáætlun
"Frá Hlöðum verður ekið í Borgarnes þar sem snæddur verður hádegisverður á Hótel Hamri. Síðan er akstur um Borgarfjörð. Landbúnaðarsafnið á Hvanneyri verður heimsótt og kvenfélagskaffi drukkið í Brúarási. Um kvöldið er gist á Hótel Hamri. Á mánudagsmorgun liggur leiðin síðan yfir Holtavörðuheiði norður í land. Hópurinn ætlar þannig að aka umhverfis Ísland þá daga sem hann er á landinu" ......

.... sjá nánar á heimasíðunni

http://www.skessuhorn.is/frettir/nr/194792/