14. maí 2015

Hvað ef þessi vél hefði aldrei orðið til ? Safnadagurinn ...

Já, ef þessi vél hefði aldrei orðið til, hvernig væri þá heyjað á Íslandi og í mörgum öðrum löndum?

 

Vitanlega er ekki hægt að spyrja þannig. Tæknin finnur sér alltaf farveg eins og vatnið leitar sér framrásar.

 

Landbúnaðarsafn fagnar Íslenska safnadeginum á sunnudaginn. Kl. 13.30 hefst spjall um norsk áhrif á framvindu íslensks landbúnaðar - því safnadaginn ber upp á 17. maí - Þjóðhátíðardag Norðmanna. Í lok spjallsins verður "afhjúpaður" nýjasti viðaukinn við safnið - ekta norskrar ættar er hann, sjá fregnina hér næst á undan á síðunni.

 

Opið verður kl. 13-16 í safni og Ullarseli.

Ókeypis aðgangur að safni ...

 

Allir velkomnir.