15. júní 2015

Nítjándi júní og kosningaréttur kvenna í Landbúnaðarsafninu

Án kvenna hefði landbúnaður á Íslandi aldrei þrifist né heldur orðið það sem hann varð og er.

Landbúnaðarsafni ber því skylda til þess að leggja rækt við hlut kvenna.

 

Af þeim sökum tekur safnið þátt í viðburðum á Hvanneyri nk. föstudag, 19. júní, viðburðum sem efnt er til vegna 100 ára kosningaréttar íslenskra kvenna.

 

Landbúnaðarsafn brá á það ráð að leita samstarfs við Kvenfélagið 19. júní um  dagskrána. 

 

Tvær listakonur, þær Ólöf Erla Bjarnadóttir og Elísabet Haraldsdóttir, munu sýna verk sín, og þá mun hlutur kvenfélagsins ekki bregðast fremur en fyrri daginn ... Skemman kaffihús verður á sínum stað og að sjálfsögðu Ullarselið...

 

... "sjá nánar í götuauglýsingum" eins og þar stendur, m.a. á fésbókarsíðu Kvenfélagsins 19. júní, en einnig mun besta héraðsblað landsins, Skessuhorn (www.skessuhorn.is ), greina frá viðburðinum.

 

Þá verður nánar sagt frá dagskránni hér á síðunni.

Fylgist því með henni.