30. júní 2015

Sjötíu ár með Farmal - laugardaginn 11. júlí

Laugardaginn 11. júlí nk. verður það markað að sjötíu ár eru liðin frá því sú vinsæla dráttarvél Farmall A gekk til liðs við íslenska bætur og létti þeim slátt:

Sakir rífandi vinnu "fyrir sunnan" var orðið erfitt að fá kaupafólk um þær mundir. Þá komu Farmalarnir, víst einir 180, og nær allir með sláttuvél ...

 

Sláttuafköstin margfölduðust og bændur sáu líka að Farmalana mátti nota í svo margt annað ...

 

Til þess að marka þessa minningu munum við slá drögur með Farmal A á Hvanneyri þennan dag - og minna með öðrum hætti á þessar merku vélar. Farmal-minningarstundin verður liður í Hvanneyrarhátíð.

 

Allir sem eiga Farmal A með sláttuvél eru sérstaklega velkomnir að taka þátt í slættinum með okkur - líka þeir sem vilja aðeins sýna Farmal-dráttarvélar á ýmsum aldri... 

 

Hátíðin mun standa þennan dag kl. 13-17 og verður ýmislegt til dægrastyttingar.

 

Fyrr um morguninn, kl. 10-12.30 verður fornsláttunámskeið á Hvanneyri, sjá frétt hér næst á undan á síðunni. 

 

Námskeiðið er m.a. til þess að minnast þess að 90 ár eru liðin frá því innflutningur Eylands-ljáanna hófst formlega.