28. ágúst 2015

Hvaða verkfæri er þetta?

Í virtri Antík-verslun við Heiðarbraut 33 á Akranesi vakti kaupmaðurinn Kristbjörg athygli heimsíðungs á áhaldi sem henni hafði áskotnast,  hvert hann keypti fyrir sanngjarnt verð.

 

Andmarkinn er bara sá að hvorugt okkar Kristbjargar hafði vissu fyrir því hvaða (ræktunar-)verkfæri væri hér á ferð eða hvernig það hafði verið notað?

 

Komið hafa fram tilgátur, misvel rökstuddar, en nú er leitað til lesenda um fróðleik/úrskurð.

 

Spaði þessi er 126 cm á lengd, þar af er skaftið 64 cm. Hin skörðótta egg er 26 cm á lengd,  lensulaga. Smellið á feitletruðu orðin til þess að fá myndirnar upp...

 

Handfangið og hnífsblaðið eru í svo til sama fleti. Skaftið er líklega úr aski, rétt eins og handföng algengra garðyrkjuverkfæra, hefur verið lakkað en málmhlutar blámálaðir.

 

Í fljótu bragði virðist hér ekki vera um heimasmíðað handverkfæri að ræða.

 

Hugmyndir eru vel þegnar til bjarnig@lbhi.is 

 

Bestu þakkir!