19. september 2015

Enn meira líf að færast í Halldórsfjós

Það fjölgar í Halldórsfjósi.  Þar er Landbúnaðarsafnið með aðalbækistöð sína og grunnsýningu svo sem flestir vita.

 

Í anddyri safnsins er Ullarselið með hina einstæðu handverksverslun sína. Auk Íslendinga sækir verslunina mikill fjöldi erlendra gesta sem hafa heyrt af því orði sem af versluninni fer.

 

Ullarselið annast afgreiðslu gesta safnsins. Þar er opið fi., fö. og lau. kl. 13-17, en einnig eftir samkomulagi utan þeirra tíma þegar um hópa er að ræða og samband haft fyrirfram.  

 

Í síðustu viku opnaði síðan Bókaloftið á Fjósloftinu en það er tímabundinn markaður með eldri og notaðar bækur. Það er Ásdís B. Geirdal á Hvanneyri sem fyrir honum stendur.

 

Hyggst Ásdís verja innkomu markaðarins til góðgerðarmála. Bókaloftið verður opið á föstudögum kl. 13-17 uns annað verður ákveðið.

 

Á bókamarkaðinum eru flestir flokkar bóka - og bækur fást þar á mjög góðu verði.