4. nóvember 2015

Fræðslufundur um sláttuhætti í Þjóðminjasafninu

 

"Vinafélag Þjóðminjasafnsins, Minjar og saga, stendur fyrir fræðslufundi í Þjóðminjasafninu  fimmtudaginn 5. nóvember kl. 12.

 

Bjarni Guðmundsson ræðir um bókina Íslenskir sláttuhættir sem hann hefur ritað og gefin er út af Hinu íslenska bókmenntafélagi og Opnu.

 

 

Í ritinu hefur Bjarni safnað saman á einn stað fróðleik um slátt á Íslandi í aldanna rás og gefur lesendum hugmynd um eðli, þróun og breytingar amboða og verkhátta.

 

Bókin er litprentuð og búin fjölmörgum ljósmyndum og skýringarmyndum og er til sölu á sérstöku tilboði á fundinum."