17. nóvember 2015

Hvað er kappsláttur?

Keppni í starfsíþróttum þótti ágæt skemmtun á mannamótum áður fyrr. Ungmennafélag Íslands hefur raunar haft starfsíþróttir á landsmótaskrám sínum allt til þess.

 

Ein fyrsta starfsgreinin sem keppt

var í hérlendis, val sláttur. Kappsláttur kallaðist það.

 

Hugmynd með kappslætti var að næra metnað góðra sláttumanna og að vekja athygli á þeim, og að stuðla að umbótum í vinnubrögðum við slátt, auk þess að vera sú skemmtun sem keppnir almennt geta orðið.

 

Fyrstu keppnir í kappslætti, en þær fóru fram í Borgarfirði, vöktu mikla athygli. Til þeirra var vandað og ekki síður verðlaunanna  - þau voru ekki af verri endanum.

 

Sagan um kappslátt á Íslandi er rakin í bókinni Íslenskir sláttuhættir, sem nýlega kom út.