12. desember 2015

Sláttubókin fæst í Landbúnaðarsafni

Allnokkrir hafa haft samband við undirritaðan og spurst fyrir um það hvar fáanleg sé bókin Íslenskir sláttuhættir, sem út kom í haust.

 

Bókin mun ekki , skv. lauslegri athugun, hafa lent í því safni titla sem dagvöruverslanir telja að best henti landsmönnum fyrir þessi jól.

 

Hins vegar er hún til í öllum alvöru bókabúðum landsins, eða útveganleg þar.

 

Síðan er hún til hjá undirrituðum og í Landbúnaðarsafni Íslands. Hér er hún seld til ágóða fyrir safnið, og fæst auk þess árituð ef óskað er.

 

Hafið bara samband í síma 844 7740 eða með tölvupóstinum bjarnig@lbhi.is  

 

Bjarni Guðmundsson

Túngötu 5

Hvanneyri

311 Borgarnes