24. janúar 2016

Heyturn á hverfanda hveli ...

 ... heitir grein sem bætt hefur verið inn í Vefrit safnsins B-deild, en vefritið er undir flipa hér rétt til vinstri á síðunni.

 

Þannig var að sumarið 1964 var á Hvanneyri gerð tilraun með sérstaka gerð heygeymslu. Sú var hollensk að fyrirmynd - og hét Die Ossekampen.

 

Verkfæranefnd ríkisins stóð fyrir tilrauninni en hlutverk nefndarinnar var að reyna og prófa ýmsar nýjungar í bútækni og vinnuhagræðingu við bústörf.

 

Sérstæð var heygeymslan og sérstæð urðu einnig örlög hennar eins og kemur fram í greininni.

 

Við viljum ekki draga úr mikilvægri spennu lesandans með því að ljóstra meiru upp um tilraun þess.