3. febrúar 2016

Ársskýrsla safnsins 2015

Ársskýrsla Landbúnaðarsafns Íslands hefur nú verið færð hér inn á heimasíðuna - þú finnur hana hér.  

 

Árið 2015 var fyrsta heila árið sem grunnsýning safnsins stóð í Halldórsfjósi. Hin "nýja" aðstaða safnsins hefur reynst vel í hvívetna.

 

Gestir hafa lokið lofsorði á sýninguna. Þeir hafa raunar aldrei verið fleiri en á síðasta ári - liðlega 5000 manns.

 

Fjölmargt bar við í safninu á árinu 2015, sem of langt yrði að telja hér, en kíkið bara á ársskýrsluna!

 

Landbúnaðarsafn þakkar öllum sem lögðu því lið á árinu 2015, sem og gestum sem heimsóttu safnið og sýndu því áhuga og vinsemd með öðrum hætti.

 

Við væntum einnig góðs af árinu 2016.