24. júní 2016

Rétti tíminn fyrir þessa bók!

Nú er rétti tíminn til þess að taka sér orf og ljá í hendur og hafa bókina Íslenskir sláttuhættir nálægt.

 

Ef þú ert í sumarfríi, t.d. í sumarbústað eða annars staðar úti í sveit er líka upplagt að nálgast bókin, glugga í hana og rifja upp gamla tíma, tímana áður en afkastamiklar vélar útrýmdu fallegum kaupakonum og hraustum kaupamönnum - sláttumönnum. 

 

Bókin fæst í flestum betri bókabúðum landsins, en líka getur þú pantað hana hjá okkur á Hvanneyri, og fengið hana senda áritaði gegn vægu gjaldi, 6000,- kostar hún hjá okkur og svo þarf Pósturinn smáræði fyrir að tölta með hana til þín ...

 

Njótum svo sumarsins, sláttarins og grasilmaninnar ...