4. júlí 2016

Hvanneyrarhátíð á laugardaginn

 

Blásið er til hátíðar á Hvanneyri nk laugardag, kl. 13-17. Um hana má lesa á https://www.facebook.com/events/1204943326207332/   og í "götuauglýsingum" eins og þar stendur.

 

Dagskrá er fjölbreytt eins og lesa má um á síðunni.

 

 Landbúnaðarsafnið verður opið að venju. Á vegum þess kemur úr sagnakver - bók um sögu Mjólkurskólans á Hvanneyri og Hvítárvöllum.

 

Bókin verður kynnt og verður til sölu, árituð af höfundi eða óárituð, en höfudurinn er undirritaður. Andvirði bókarinnar gengur til eflingar safninu.

 

Fornbifreiðafjelag Borgarfjarðar verður sérstakur gestur safnsins og nokkrir forn-dráttarvélaeigendur hafa boðað komu sína með merka gripi. Allir slíkir eru velkomnir, látið okkur bara vita fyrirfram, þar léttir skipulag.

 

Slíkir daga hafa verið haldnir á Hvanneyri um árabil, fyrir forgöngu Landbúnaðarsafns, en nú hafa fleiri komið til liðs og aukið fjölbreytni dagsins.

 

Velkomin að Hvanneyri á laugardaginn kemur.