27. júlí 2016

Söguganga á Hvanneyri á laugardaginn 30.7.

Boðið verður upp á sögugöngu um Gamla staðinn á Hvanneyri á laugardaginn kemur, 30. júlí. Gangan hefst kl. 14 - frá Hvanneyrarkirkju. Sögumaður verður Bjarni Guðmundsson.

 

Við munum kíkja á sögu umhverfis, mannvirkja og skólanna tveggja; Búnaðarskólans og Bjólkurskólans - en einnig huga að náttúrufari og náttúrunýtingu þarna við ósa Hvítár. Gömlu byggingarnar á Hvanneyri eru einstæður hluti íslenskrar húsagerðarlistar.

 

Minnt er á nýútkomna bók um Mjólkurskólann á Hvanneyri - Konur breyttu búháttum, heitir hún og er fáanleg í Landbúnaðarsafninu.

 

Líka er minnt á Skemmukaffið, kaffihúsið notalega, Ullarselið og að sjálfsögðu Landbúnaðarsafnið.

 

Sögugangan verður létt og þægileg; munið bara að klæða ykkur eftir veðri. Allir velkomnir.