22. september 2016

Fornvéla"markaður" Búvélasafns

 

Um þessar mundir er verið að tæma geymslu sem Búvélasafnið gamla hafði fyrir gripi sem það safnaði og að því söfnuðust, þar sem eigandi hennar (LbhÍ) hefur ráðstafað henni til annarra nota. 

 

Búið er að fara yfir þennan söfnuð og taka til framtíðargeymslu þá gripi sem Landbúnaðarsafn tekur til skráningar og varðveislu og ræður við að varðveita.

 

Mikið af því sem eftir er eru gripir og hlutar gripa í lélegu ástandi, en gætu samt orðið áhugasömum til einhvers gagns og gamans. Áður en annað verður gert hefur því verið ákveðið að gefa hugsanlegum lysthafendum kost á að kynna sér þann söfnuð sem eftir er (Söfnuður þessi er formlega í eigu gamla Bændaskólans, nú LbhÍ).

 

Einkum er um er að ræða leifar dráttarvéla eða hluta af þeim (IHC W4, Allis Chalmers, Massey Harris ...) og verkfæra og verkfærahluta (véla- og hesta-).

 

1. Reglan gildir að fyrstur kemur – fyrstur fær, sjá þó 2. lið.

 

2. Sanngjarnt gjald komi fyrir þá gripi sem látnir verða af hendi. Andvirðið fer upp í kostnað við frágang gripanna og varðveislu þeirra sem geymdir verða.

 

3. Afhending nokkurra gripa úr samsafni þessu er háð skilyrðum um varðveislu þeirra.

 

4. Kaupendur annast sjálfir flutning viðkomandi gripa af svæðinu og þurfa að hafa lokið honum fyrir 8. okt. nk. nema samið verði um annað.

 

5. Verði spurn mikil eftir gripunum mun hér á síðunni verða tilkynntur sérstakur tími þar sem lysthafendum gefst kostur á að kynna sér gripina og ástand þeirra.

 

Nánari upplýsingar veitir Bjarni Guðmundsson í s. 894 6368, kl. 9-12 á virkum dögum...