5. október 2016

Af fornvéla-"markaði"

Vísað er til síðasta fréttapistils hér á síðunni þegar sögð eru frekari tíðindi:

 

1. Fjölmargir aðilar hafa haft samband við safnið og spurst fyrir um gripi og gripahluta. Fjölmiðlar hafa sýnt málinu áhuga og FB-fólk hefur deilt tíðindunum víða.

 

2. Að gefnu tilefni skal tekið fram að ekki er verið að láta af hendi neina af skráðum gripum safnsins, enda er slíkur ferill bæði flókinn og fer eftir siðareglum opinberra safna (ICOM).

 

3. Nokkrir lysthafendur hafa getað notfært sér gripi og gripahluta.

 

4. Unnið er að samningum um fóstrun fjögurra forndráttarvéla, sem munu lenda í höndum manna sem safnið treystir til þeirra verka. Munu þeir annast um vélarnar sem sínar svo lengi sem þeir kjósa, en vélarnar munu renna til safnsins eða annarra viðurkenndra safna, þegar fóstri lýkur.

 

5. Það sem nú er eftir af gripum er að langmestu leyti gripir sem verðlitlir eru og safnið hvorki söguleg rök til né efnisleg tök á að varðveita nema sem safnhaug...

 

6. Safnið þakkar þeim sem hafa haft samband og sýnt málinu áhuga ... Málinu er nú lokið.