9. október 2016

Heimildir um jarðgryfjur votheys

Í Bændablaðinu 8. september sl. var spurst fyrir um jarðgryfjur votheys. Á fyrstu árum votheysgerðar á Íslandi og nokkuð fram eftir 20. öld tíðkaðist þessi háttur.

 

Þegar í stað bárust heimildir og ábendingar frá velvildarmönnum - og eru enn að berast. Bændablaðið hefur nefnilega mikla og örugga dreifingu!

 

Til fróðleiks og gamans er hér birt kort sem sýnir dreifingu bæjanna sem heimildir hafa fengist um.

 

Örugglega eru staðirnir miklu fleiri. Sennilega staðfestir dreifingin þó þegar gruninn um að þessi verkunarháttur hafi verið algengastur um vestanvert landið.

 

Heitið er á þá sem búa yfir vitneskju um súrsun heys í jarðgryfjum að láta frá sér heyra - sími heimsíðungs er 894 6368 og pósturinnn bjarnig@lbhi.is

 

Hafa einhverjir annars séð minjar um eða vitað til súrsunar þara í jarðgryfjum?