25. janúar 2017

Ársskýrsla safnsins 2016

Nú hefur ársskýrsla Landbúnaðarsafns verið sett hér á heimasíðuna en í henni er greint frá starfi safnsins á liðnu ári.

 

Unnið er að ársreikningi fyrir árið 2016. Verður hann tilbúinn fyrir ársfund safnsins sem að venju verður væntanlega handinn í apríl-mánuðu næstkomandi.

 

Starf safnsins gekk í heild vel á síðasta ári og er rekstur þess kominn í fastar skorður eftir flutningana miklu árið 2014 og opnun fastasýningar safnsins í Halldórsfjósi.