3. febrúar 2017

Mennta- og menningarmálaráðherra í heimsókn

Í dag heimsótti Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra Landbúnaðarsafnið ásamt alþingismönnunum Haraldi Benediktssyni formanni fjárlaganefndar og Teiti Birni Einarssyni. Með þeim var í för Þórarinn Sólmundarson sérfræðingur í ráðuneytinu.

 

Ragnhildur Helga Jónsdóttir verkefnastjóri kynnti ráðherra og fylgdarmönnum hans safnið (mynd) ásamt þeim Birni Þorsteinssyni rektor og stjórnarfomanni safnsins og Bjarna Guðmundssyni.

 

Rita Freyja Bach sagði frá Ullarselinu sem einnig var skoðað. 

 

Heimsóknin var liður í ferð ráðherra um héraðið til þess að kynna sér helstu mennta- og menningarstofnanir þess.

 

Á Hvanneyri kynnti hann sér einnig starf Landbúnaðarháskólans.