8. apríl 2017

Mjaltafata Breiðfjörðs

Á fimmta áratugnum auglýsti Blikksmiðja Breiðfjörðs í Reykjavík mjaltafötur með hálfloki sem all víða sáust; um skeið var föst auglýsing um þær í Búnaðarblaðinu Frey.

 

Nú vantar okkur eina slíka fötu, svona til þess að minna á þennan tíma og þátt Breiðfjörðs.

 

Ef einhver lesenda er aflögufær um eina heila og snotra fötu værum við afskaplega þakklát fyrir hana.

 

Bestu þakkir

 

Bjarni Guðmundsson s. 894 6368  eða bjarnig@lbhi.is