30. apríl 2017

Heygríma

Heimsíðungur er að sanka saman efni í bók og vantar endilega mynd af manni með heygrímu (rykgrímu) eða hreinlega gamla og helst heila heygrímu.

 

Ryk í þurrheyi var algengt áður fyrr; til komið vegna ófullkominnar verkunar.  Rykið var heilsuspillandi og margir liðu mikla nauð af því, m.a. með heymæði (heyveiki). Bót þótti af því að nota heygrímu við gjafir og aðra vinnu í þurrheyi þótt mörgum þætti hún óþægileg fyrir nösum.

 

Heygríma var svo sem ósköp venjuleg rykgríma og þær voru til af ýmsum gerðum.

 

Ef til vill veit einhver lesandi þessa pistils um gamla heygrímu sem föl væri vegna myndatöku - en ekki væri verra að fá eina slíka til varðveislu á Landbúnaðarsafni.

 

Þakkir og kveðja

Bjarni Guðmundsson

bjarnig@lbhi.is

s. 894 6368