5. nóvember 2009

Um það sem varla er lengur frétt

Næstkomandi laugardag, 7. nóvember, höldum við fimmta námskeiðið um forn-dráttarvélar sem eru meira en járn og stál.  Námskeiðið er yfirfullt.

 

Við gerum ráð fyrir því að þetta sé síðasta námskeiðið - í bili að minnsta kosti. Hins vegar erum við nú að ræða hvað muni taka við næst.  

 

 

Á vetruna er líf í mörgum skúrnum þar sem menn eru að bjástra við aðhlynningu gamalla véla og tækja.

 

Við höfum haft af því njósnir að mikil sala sé í varahlutum og efni til viðgerða. Það er fagnaðarefni því einmitt núna er þörf á hollri afþreyingu og því að nýta tímann sem ef til vill er rýmri nú en oft áður.

 

Svo getur verið gaman að gefa uppgerðan traktor í jólafgjöf. Enn betra er að gefa óuppgerðan traktor því þá ertu að gefa tíma líka. Tími er það besta sem hægt er að gefa nokkrum manni.

 

Og má þá bæta því við að ófáir hafa fengið Forntraktora-námskeiðið "að gjöf" frá nefndum eða ónefndum vini.

 

LbhÍ býður mörg fleiri endurmenntunarnámskeið - Kannið hvort þið getið ekki gefið vini þátttöku í einu námskeiði, sjá www.lbhi.is/endurmenntun