31. desember 2009

Gamlárssending til lesenda - fróðleikur um fyrstu jarðræktarvélina

Inn á vefrit Landbúnaðarsafnsins - Plóg - sem finna má hér til vinstri á síðunni hefur verið bætt efni. Leitið uppi B-deild á forsíðu vefritsins, bendið á hana og upp mun koma ný grein, Þúfnabaninn heitir hún, eiginlega kraftpunkts-sýning (PPT) með 21 síðu.

 

Þar er sagt frá Þúfnabananum, fyrstu ræktunarvél Íslendinga; vélinni sem opnaði augu margra fyrir því að nota mætti mótorafl til ræktunarstarfa.

 

Hún vakti áhugann þótt ekki hentaði íslenskum aðstæðum til frambúðar.

 

Gleðilegt ár.