1. janúar 2010

Landbúnaðarsafn í 70 ár

 

Gleðilegt ár!

 

Í ár eru 70 ár liðin frá því stofnað var til þess sem í dag heitir Landbúnaðarsafn Íslands. Því er runnið upp afmælisár safnsins!

 

Ögn er sagt frá stofnun safnsins í sögukaflanum hér á síðunni. Hins vegar munum við síðar segja nánar frá sögunni.

 

Við erum ráðin í því að halda upp á afmælið með ýmsu móti. Verið er að leggja drög að því hvernig það verður gert.  Verður brátt meira af því að heyra.

 

Njótið nýbyrjaðs árs