7. janúar 2010

Gervitré voru það ....

Lokið er fornum jólum og þá um leið könnun sem gerð var hér á síðunni um það hver tegund jólatrjáa prýddi stofur lesenda síðunnar.  Á vissan máta eru niðurstöðurnar heimsíðungi vonbrigði - en engu að síður skýr mynd af háttum þjóðarinnar á þessum athyglisverðu tímum.

Þetta kom í ljós:

 

Langflestir notuðu gervijólatré39,5% svarenda.

 

Grenitengundir höfðu 31,6% - þar af 18.4% rauðgreni.

 

Fura prýddi jól 15,8% lesenda - og þinur 5,3%

 

Aðrar tegundir jólatrjáa 7,8%.

 

Svona var nú það. Ekki er vitað til að gervijólatré séu lengur framleidd á Íslandi. Hér er því sýnilega markaður fyrir meiri ræktun jólatrjáa og markvissa markaðssetningu þeirra.

 

En svo má líka taka upp aftur smíði hinna gömlu "gervi-jólatrjáa" sem báru á sínum tíma mikinn fögnuð mörgum kynslóðum.  Þau má sannarlega smíða úr alíslenskum trjáviði.  Sú verkþekking má heldur ekki glatast!