22. febrúar 2010

Erindi um byggðarsögu Hvanneyrar

Þriðjudagskvöldið 23. febr. mun Bjarni Guðmundsson hafa myndasöguspjall um gömlu byggðina á Hvanneyri. Erindið verður flutt í hinu nýja safnaðarheimili Hvanneyrarsóknar - Skemmunni á Hvanneyri (sunnan við kirkjuna og gamla skólastjórahúsið). Hvanneyrarkirkja og Landbúnaðarsafn Íslands efna til dagskrárinnar.

 

Erindið hefst kl. 20 og á eftir verður kaffisopi og spjall.

 

Saga byggðar á Hvanneyri er þáttur í íslenskri landbúnaðarsögu. Í erindinu verður m.a. brugðið upp myndum er snerta byggðasögu staðarins - einkum frá 20. öldinni, fjallað um sögu staðarins og minnt á nokkrar minjar byggðar- og búnaðarsögunnar þar.                              

 

Fundarstaðurinn, Skemman, er elsta húsið á Hvanneyri. Það hefur nú verið lagfært og endurgert vandlega. Það var Hvanneyrarsókn sem stóð fyrir framkvæmdunum.

 

Skemman er nú orðin ákaflega vistlegt hús sem hentar vel til mannfunda þótt ekki sé hún ýkja stór.

 

Allir eru velkomnir á þriðjudagskvöldið á meðan húsrúm leyfir.