16. ágúst 2014 20:50

Eggert Hjartarson

Nafn dagsins er Eggert Hjartarson. Hann var fæddur 13. ágúst 1939 á Hvammstanga, og þar ólst hann upp. Hann dvaldi löngum hjá móðurfólki sínu að Ósum á Vatnsnesi. Eggert hlut litla formlega menntun en gat sér orð fyrir verkhyggindi. Hann starfaði alla tíð sem sjálfstæður verktaki. Eggert lést 3. ágúst 2014. Um hann sagði m.a. í Morgunblaðinu 13. ágúst:

„Hann keypti ungur jarðýtu og hannaði og smíðaði upp úr 1960 lokræsaplóg, svonefndan Eggertsplóg, og ræsti fram land fyrir bændur um miðjan sjöunda áratuginn, einkum í Borgarfirði. Fékk Eggert einkaleyfi fyrir hönnun plógsins en seldi þá útgerð.“

Frá plóg Eggerts sagði nánar m.a. á vef Landbúnaðarsafnsins, sjá http://www.landbunadarsafn.is/frettir/nr/14168/.

 

Eggert smíðaði einnig herfi, eins konar flagjafna, sem eins og lokræsaplógurinn,  var reynt hjá Verkfæranefnd ríkisins á Hvanneyri. Reyndist það býsna vel og var lengi notað í Andakíl.