Landbúnaðarsafn opnaði hina nýju grunnsýningu sína í Halldórsfjósi 2. október 2014. Í vetur er safnið opið fimmtudaga, föstudaga og laugardaga á sama tíma og Ullarselið, sem er í anddyri safnsins.
Landbúnaðarsafn Íslands er opið reglulega mánuðina júní, júlí og ágúst, daglega kl. 11-17.
Á öðrum tímum er safnið opið eftir þörfum. Vinsamlegast hafið samband í síma 844 7740; einnig má hafa samband við skiptiborð Landbúnaðarháskólans, í síma 433 5000.
Hópum er veitt leiðsögn um safnið, sé þess óskað.
Almennur aðgangseyrir að safninu er:
1.200 kr. fyrir fullorðna (og í hópum sem sérstök leiðsögn er veitt); 1.000 kr. fyrir öryrkja og eldri borgara en ókeypis er fyrir 14 ára og yngri í fylgd fullorðinna.
Einnig er boðið upp á stutta kynningu á Hvanneyrarstað og starfinu þar m.a. með heimsókn í Hvanneyrarkirkju, eina fallegustu kirkju landsins og örstuttri gönguferð um Gamla skólastaðinn (þegar veður leyfir).
Æskilegt er að panta slíka kynningu með fyrirvara (s. 844 77 40).