
Heimsóknir
Einstakir safngripir
Ár frá stofnun
Landbúnaðarsafns Íslands gerir skil á sögu og þróun íslensks landbúnaðar með því að varðveita gögn, gripi og aðrar minjar um hana, og annast rannsóknir og fræðslu um viðfangsefnið.
Við leggjum sérstaka áherslu á sögu landbúnaðarins frá byrjun tæknialdar í landbúnaði með rannsóknum sem og almennri kynningu á sögu hans og stöðu og hvers konar miðlun hennar, ýmist eitt sér eða í samvinnu við aðila sem til hennar eru fúsir.
Vertu hjartanlega velkomin.
Safnkostur
1.100 einstakir gripir sem segja frá stórbrotinni sögu landbúnaðar á Íslandi
Ertu með grip?
Segðu okkur frá s.s. um aldur, eigendur, uppruna og sögu gripsins/gripanna.
eða
eða
Sumar
15. maí – 30. september
Alla daga
11:00-17:00
Vetur
1. október – 14. maí
Fimmtudaga, föstudaga og laugardaga
13:00-17:00
eða
eða
Gjaldskrá
Fullorðnir (16+) 1.600 kr.
Námsmenn 1.200 kr.
Eldri borgarar 1.200 kr.
Öryrkjar 1.200 kr.
Börn (0-15) Frítt.
🧶Á Hvanneyrarhátíð var til sýnis þetta æðislega handverk sem safnið fékk að láni. Um það segir:
Megum við kynna Magnfreð Mús bónda frá Músholti í Músasveit sunnan Músár.
Það er nóg að gera hjá kappanum í heyskap svo hann tekur sér vart pásu nema kannski fyrir smá ostbita sem hann er með með sér þarna í nestisboxinu!
Fyrirmyndin að dráttarvélinni er Massey Ferguson 595.
Hönnuður og handverkskona: Anna Málfríður Jónsdóttir
Eigandi: Jóna Guðný Magnúsdóttir ... Sjá meiraSjá minna
0 CommentsSkrá aths
Hvanneyrarhátíð 2025💫☀️ #visiticeland🇮🇸 #landbúnaðarsafn #museum #AgriculturalMuseum #hvanneyri #borgarbyggð ... Sjá meiraSjá minna
0 CommentsSkrá aths
🙏Nærri vika liðin frá vel heppnaðri Hvanneyrarhátíð. Rúmlega tvö þúsund manns sóttu staðinn heim í bongóblíðu. Landbúnaðarsafnið er stolt af helginni og þakkar þeim sem heimsóttu okkur og þeim sem gerðu þennan dag eins frábæran og raunin var. Þar er ekki á neinn hallað þó Fergusonfélagar séu sérstaklega nefndir í því tilliti. Takk fyrir frábæra hátíð og við hlökkum til þeirrar næstu 🥳
Við viljum ljúka þessari færslu á orðum Bjarna Guðmundssonar um Hvanneyrarhátíð:
. . . upplifði Hvanneyrarhátíð í einmuna veðurblíðu gærdagsins. Hátíðin dró að sér mikinn fjölda góðra gesta sem undu glaðir og slakir við aðdráttaratriði af mörgu slagi, ekki síst það að hitta mann og annan. Hátíðin hefur haldið sínu yfirbragði frá upphafi þessa forms að vera mannamót óformlegheita þar sem Landbúnaðarsafnið (áður Búvélasafn) er grunnurinn, sem spunnið hefur verið í kringum af vaxandi fjölda ýmissa tengdra aðila. Ekki síst má þar nefna Fergusonfélagið og öfluga liðsmenn þess sem lagt hafa safninu lið með stórvirkum og raunar einstökum hætti. Ég vona að ég móðgi engan þótt ég nefni þá sérstaklega - svo mikið og þakkarvert er framlag þeirra til þeirrar menningarvarðveislu, -fræðslu og -afþreyingar sem Landbúnaðarsafn hefur að hlutverki. ... Sjá meiraSjá minna
3 CommentsSkrá aths
Til hamingju með uppskeru og árangur. Upp er starfið sprottið fyrir elju alúð og allra sem lagt hafa hönd/hendur á plóg. Kemst vonandi næsta sumar.
Aldeilis frábær dagur🤩
Glæsilegur dagur