Heimsóknir
Einstakir safngripir
Ár frá stofnun
Landbúnaðarsafns Íslands gerir skil á sögu og þróun íslensks landbúnaðar með því að varðveita gögn, gripi og aðrar minjar um hana, og annast rannsóknir og fræðslu um viðfangsefnið.
Við leggjum sérstaka áherslu á sögu landbúnaðarins frá byrjun tæknialdar í landbúnaði með rannsóknum sem og almennri kynningu á sögu hans og stöðu og hvers konar miðlun hennar, ýmist eitt sér eða í samvinnu við aðila sem til hennar eru fúsir.
Vertu hjartanlega velkomin.
Safnkostur
1.100 einstakir gripir sem segja frá stórbrotinni sögu landbúnaðar á Íslandi
Ertu með grip?
Segðu okkur frá s.s. um aldur, eigendur, uppruna og sögu gripsins/gripanna.
eða
eða
Sumar
15. maí – 15. september
Alla daga
11:00-17:00
Vetur
16. september – 14. maí
Fimmtudaga, föstudaga og laugardaga
13:00-17:00
eða
eða
Sýningar
Gjaldskrá
Fullorðnir (16+) 1.600 kr.
Námsmenn 1.200 kr.
Eldri borgarar 1.200 kr.
Öryrkjar 1.200 kr.
Börn (0-15) Frítt.
Sýningin okkar er 10 ára í dag 🥳🎂
Þessi dagur markar stórt spor í sögu Landbúnaðarsafnsins þar sem flutningurinn yfir í Halldórsfjós gjörbreytti allri sýningar og varðveisluaðstöðu safnsins. Með fylgja nokkrar myndir frá opnuninni árið 2014. ... Sjá meiraSjá minna
Skrá aths
Til hamimgju með safnið og flutninginn!
Til hamingju með safnið 🌺
Í byrjun árs fékk safnið styrk frá Safnaráði Íslands til að vinna að nokkrum endurbótum á sýningum í Halldórsfjósi. Þetta fól í sér meðal annars að huga að betri varðveislu á safngripum, auðga upplifun safngesta og koma til móts við erlenda gesti með bættri miðlun á erlendum þýðingum á efninu.
Var meðal annars skipt um textaspjöld, settar upp gluggafilmur í formi ljósmynda, QR kóðum komið fyrir ásamt hljóðáhrifum. Er von okkar að upplifun gesta okkar verði fyrir vikið betri sem og að betur sé gætt að varðveislu safnkostsins.
Kunnum við LogoFlex þakkir fyrir góða þjónustu og kúnnum í Deildartungu fyrir að deila með okkur mjaltatíma í sumar. ... Sjá meiraSjá minna
Skrá aths
Hvað eigum við að gera.
Í síðustu viku fóru starfsmenn safnsins til Skotlands í heimsókn til nokkurra stofnanna sérstaklega tengdum laxveiði.🏴 Markmið ferðarinnar var að sækja þekkingu og hugmyndir fyrir meðal annars safnfræðslu og komandi vinnu við sýningargerð í vetur fyrir Sögu laxveiða í Borgarfirði. Gestgjafar og kollegar okkar úti í Skotlandi tóku vel á móti okkur og vonandi mun samstarf okkar á milli koma betur í ljós í náinni framtíð.
Ferðir af þessu tagi eru gríðarlega dýrmætar til að mynda og efla tengsl við erlenda kollega en einnig til að læra af því sem vel er gert (nú og því sem mætti betur fara). Þökkum við Safnaráði Íslands fyrir styrkinn til ferðarinnar og öllum þeim sem tóku á móti okkur.
Eftirtaldar stofnanir voru heimsóttar:
The National Museum of Rural Life
Forth Rivers Trust
Scottish Fisheries Museum
Countryside Learning School
River Tweed Salmon Fishing Museum
River Tweed Foundation ... Sjá meiraSjá minna
Skrá aths
Jenny Penny