Landbúnaðarsafn
Íslands

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Það stefnir allt í annan blíðviðrisdag hjá okkur á Hvanneyri í dag og eins og venjulega er opið hjá okkur frá 11:00 - 17:00 🥰

Þessi mynd var tekin stuttu fyrir sólsetur í gærkvöldi ☀️
... Sjá meiraSjá minna

Það stefnir allt í annan blíðviðrisdag hjá okkur á Hvanneyri í dag og eins og venjulega er opið hjá okkur frá 11:00 - 17:00 🥰Þessi mynd var tekin stuttu fyrir sólsetur í gærkvöldi ☀️

Fergusonfélagar eru á fullu að sinna vélum safnsins í dag á opnum degi. Veðrið býður ekki upp á að taka vélar út en það er nóg að gera fyrir því. Verið velkomin á safnið. ... Sjá meiraSjá minna

Skrá aths

Þessir tveir eru gulls ígildi, hvar sem þeir leggja hönd á plóg. Verst að ekki er hægt að klóna þá.

Og þá er búið að merkja þúfnabanaskýlið okkar en þarna inni er einn þúfnabani geymdur sem gestum er velkomið að kíkja á 🥳🥰 Talið er að þetta sé eini þúfnabaninn af þessari gerð sem eftir er í heiminum!

Þetta glæsilega skilti er útbúið og gefið af Fergusonfélaginu og voru það þeir Steindór Theodórsson, Kristján Andrésson og Albert Baldursson, sem tók meðfylgjandi mynd af Steindóri og Kristjáni, sem settu það upp fyrir hönd félagsins. Við hjá Landbúnaðarsafninu sendum þeim og Fergusonfélaginu öllu okkar bestu þakkir fyrir 🥰

Fyrsti þúfnabaninn var fluttur til landsins 1921 en alls voru þeir sex sem komu. Væntingar stóðu til að þeir myndu auðvelda jarðrækt á Íslandi þar sem þúfunum yrði "banað" eins og nafnið gefur til kynna. Það má segja að þeir séu fyrstu jarðræktarvélarnar og brutu blað sem slíkar, þótt reynslan af þeim hafi ekki orðið eins góð og vonir stóðu til. Nánar má fræðast um þúfnabanann í bók Bjarna Guðmundssonar, "Frá hestum til hestafla", bls 125.
... Sjá meiraSjá minna

Og þá er búið að merkja þúfnabanaskýlið okkar en þarna inni er einn þúfnabani geymdur sem gestum er velkomið að kíkja á 🥳🥰 Talið er að þetta sé eini þúfnabaninn af þessari gerð sem eftir er í heiminum!Þetta glæsilega skilti er útbúið og gefið af Fergusonfélaginu og voru það þeir Steindór Theodórsson, Kristján Andrésson og Albert Baldursson, sem tók meðfylgjandi mynd af Steindóri og Kristjáni, sem settu það upp fyrir hönd félagsins. Við hjá Landbúnaðarsafninu sendum þeim og Fergusonfélaginu öllu okkar bestu þakkir fyrir 🥰Fyrsti þúfnabaninn var fluttur til landsins 1921 en alls voru þeir sex sem komu. Væntingar stóðu til að þeir myndu auðvelda jarðrækt á Íslandi þar sem þúfunum yrði banað eins og nafnið gefur til kynna. Það má segja að þeir séu fyrstu jarðræktarvélarnar og brutu blað sem slíkar, þótt reynslan af þeim hafi ekki orðið eins góð og vonir stóðu til. Nánar má fræðast um þúfnabanann í bók Bjarna Guðmundssonar, Frá hestum til hestafla, bls 125.

Skrá aths

Það væri mikið þarfamál að betrumbæta þetta skýli sem er utan um þúfnabanann. Ég veit ekki hvernig forvarsla svona gripa fer fram, en óskaplega vona ég að hann varðveitist fyrir komandi kynslóðir.

Þið eigið heiður skilið að passa uppá þetta mikilvæga tæki í þjóðarstolti og framför í landbúnaði Íslendinga. Máttarstólpi nýrra tíma, bjartsýni og framfara bændum til haga.-Hvort sem hann var farsæll eður ei kemur okkur ekkert við. Hér var brotið blað í sögu Íslands.Til hamingju og hlakka til að líta við hjá ykkur 🌹

Ég á ekki til eitt orð, Landbúnaðarsafn Íslands hefur útilokað að ég geti deilt þessu inn á grúbbuna mína um Þúfnabanann. Hversu hallærislegt er það? Kannski svipað hallærislegt og það loforð sem gefið var að Þúfnabaninn kæmist í miklu betra húsnæði innan árs en það loforð var gefið 2013, í dag er um mitt ár 2024. Þjóðminjasafn Íslands má eiga skömm fyrir það að hafa einungis kostað upp á skilti á þessum tíu árum sem er reyndar gjafafé. Fyrir hönd allra landsmanna " Takk fyrir ekkert"

Skemtilegra að horfa á myndina enn það sem er inn í A hysinu .

Hlaða niður fleiri færslum

Heimsóknir

Einstakir safngripir

Ár frá stofnun

Landbúnaðarsafns Íslands gerir skil á sögu og þróun íslensks landbúnaðar með því að varðveita gögn, gripi og aðrar minjar um hana, og annast rannsóknir og fræðslu um viðfangsefnið.

Við leggjum sérstaka áherslu á sögu landbúnaðarins frá byrjun tæknialdar í landbúnaði með rannsóknum sem og almennri kynningu á sögu hans og stöðu og hvers konar miðlun hennar, ýmist eitt sér eða í samvinnu við aðila sem til hennar eru fúsir.

Vertu hjartanlega velkomin.

 

Safnkostur

1.100 einstakir gripir sem segja frá stórbrotinni sögu landbúnaðar á Íslandi

Ertu með grip?

Segðu okkur frá s.s. um aldur, eigendur, uppruna og sögu gripsins/gripanna.

eða

eða

Sumar

15. maí – 15. september
Alla daga
11:00-17:00

Vetur

16. september – 14. maí
Fimmtudaga, föstudaga og laugardaga
13:00-17:00

eða

eða

Gjaldskrá

Fullorðnir (16+)         1.600 kr.

Námsmenn                1.200 kr.   

Eldri borgarar           1.200 kr.

Öryrkjar                     1.200 kr.

Börn (0-15)                 Frítt.