Heim » Sýningar » Grunnsýning
Grunnsýning

Grunnsýning safnsins opnaði árið 2014 í Halldórsfjósi á Hvanneyri þar sem Landbúnaðarsafn Íslands er nú til húsa. Sýningin er á tveimur hæðum og fjallar um vélvæðingu landbúnaðarins frá aldamótum 1900 til 1980. Á sýningunni eru fjöldi verkfæra og véla sem sýna íslenska smíði og einnig þau sem hafa átt stóran þátt í þróun landbúnaðarhátta frá 1880 og fram eftir 20. öldinni. Hér má nefna verkfæri frá Ólafsdal, tól til mjólkurvinnslu, áburðardreifara, dráttarvélar og sláttuvélar. Safnkosturinn er að mestu í varðveislu Landbúnaðarsafnsins en einnig eru á sýningunni munir frá einstaklingum, Byggðasafni Borgarfjarðar og Þjóðminjasafni Íslands.

Sýningin er opin gestum og gangandi á opnunartímum safnsins gegn aðgangseyri en einnig eftir umsömdu fyrirkomulagi.