Heim » Sýningar » Gestastofan
Gestastofan

Gestastofa fyrir friðland fugla var opnuð 2019 og hlaut meðal annars styrk frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands (2019) og Safnasjóði Íslands (2020). Gestastofa Landbúnaðarsafnsins er staðsett í hjarta friðlands fugla, þar sem viðurkennt er að verndun fugla á svæðinu byggist á nýtingu þess til landbúnaðar og hefur svo verið í gegnum tíðina. Allmikið hefur verið unnið af rannsóknum á fuglalífi svæðisins, bæði á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands og annarra sérfræðinga, einkum erlendra. Í Gestastofunni er leitast við að miðla hluta þeirra upplýsinga sem hafa safnast með þessum rannsóknum.