
Heimsóknir
Einstakir safngripir
Ár frá stofnun
Landbúnaðarsafns Íslands gerir skil á sögu og þróun íslensks landbúnaðar með því að varðveita gögn, gripi og aðrar minjar um hana, og annast rannsóknir og fræðslu um viðfangsefnið.
Við leggjum sérstaka áherslu á sögu landbúnaðarins frá byrjun tæknialdar í landbúnaði með rannsóknum sem og almennri kynningu á sögu hans og stöðu og hvers konar miðlun hennar, ýmist eitt sér eða í samvinnu við aðila sem til hennar eru fúsir.
Vertu hjartanlega velkomin.
Safnkostur
1.100 einstakir gripir sem segja frá stórbrotinni sögu landbúnaðar á Íslandi
Ertu með grip?
Segðu okkur frá s.s. um aldur, eigendur, uppruna og sögu gripsins/gripanna.
eða
eða
Sumar
15. maí – 30. september
Alla daga
11:00-17:00
Vetur
1. október – 14. maí
Fimmtudaga, föstudaga og laugardaga
13:00-17:00
eða
eða
Gjaldskrá
Fullorðnir (16+) 1.600 kr.
Námsmenn 1.200 kr.
Eldri borgarar 1.200 kr.
Öryrkjar 1.200 kr.
Börn (0-15) Frítt.
🌞Í dag er síðasti dagur sumaropnunar hjá okkur og opið til kl. 17.
🍂 Því hefst vetraropnun strax á morgun og þar af leiðandi lokað.
❄️ Í vetur verður opið á fimmtudögum-laugardaga á milli kl. 13-17 ásamt því að við tökum á móti hópum eftir óskum.
🙏Við viljum þakka fyrir frábært sumar þar sem fjölmargir sóttu okkur heim. Það var líf og fjör dagsdaglega og síðan voru viðburðir safnsins eins og sýningaropnun Sögu laxveiða, Opnir dagar og Hvanneyrarhátíð verulega vel sóttir og starfsmenn strax farnir að leggja drög að næsta sumari!🥰
Ullarselið ... Sjá meiraSjá minna
0 CommentsSkrá aths
Lengi vel hefur Refahúsið svokallaða sem er ein af geymslum (ekki varðveislurými) safnsins verið troðin af gripum og vélum svo ekki var hægt að komast um rýmið á auðveldan hátt. Okkar félagar í Fergusonfélaginu unnu þrekvirki um helgina við að setja smærri gripi í hillur og raða tækjum og vélum svo rýmið nýtist sem best enda löngu troðið eins og staðan var fyrir æðið sem rann á menn. Starfsmenn safnsins náðu í leiðinni að mynda fjöldann allan af munum til að koma niður í skráningu á gripunum á Sarpi sem er gríðarlega nauðsynlegur hluti af okkar starfi. Það var nú svo að á laugardaginn mátti starfsmaður hafa sig alla við að ná að mynda gripina áður en þeir hurfu upp í hillu svo fljótt gengu menn til verks!!!
Verkinu er þó ekki alveg lokið en ljóst að hið erfiðasta er að baki! Ekki náðist mynd af hópnum sem tók þátt en hann samanstóð af verkstjóra, vélstjóra, verkfræðing og vinnumönnum💪🏻
Kærar þakkir hafið þið Fergusonfélagið fyrir enn einn merkis áfangann í starfi safnsins!🙏🏻 ... Sjá meiraSjá minna
3 CommentsSkrá aths
Þetta er meiriháttar. Þvílíkur hópur 🙏
Þetta er orðið að sýningarsal.
Þetta er almennilegt. Fá yfirsýn og þetta er eina leiðin og sú rétta.
Það var líf og fjör á föstudaginn með komu tveggja hópa á safnið! Við tökum á móti stórum sem smáum hópum, frekari upplýsingar má finna hér á heimasíðu okkar: landbunadarsafn.is/heim/fyrir-gesti/#bokaleidsogn 😌
English
For group booking and information click the following link: landbunadarsafn.is/heim/english/ ... Sjá meiraSjá minna
0 CommentsSkrá aths