Landbúnaðarsafn
Íslands

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Það þurfa ekki allir safnsverðir gripir að vera stórir. Einn af traustustu stuðningsmönnum Landbúnaðarsafns, hann Sigurjón Valdimarsson á Glitstöðum, færði safninu tóbaksdós, hvar í voru allmörg lambamerki, frá fyrstu tíðum málm-merkja. Handgerð að sjálfsögðu, mjög haganlega eins og myndir sýna, af tengdaföður hans Eiríki Þorsteinssyni áður bónda á Glitstöðum.

Langur vegur er frá þessum merkjum til þeirrar tækni sem beitt er í dag, hvað þá þeirrar sem nýtt verður á morgun . . .

Ýmsar gerðir lambamerkja hafa þekkst í áranna rás. Já, og hvenær hófu menn annars að brúka slík merki?

Sjálfsagt er að halda dæmum um helstu gerðir lambamerkja til haga. Landbúnaðarsafn þiggur þau en líka má benda á Sauðfjársetur á Ströndum sem verðugan viðtakanda.
... Sjá meiraSjá minna

Það þurfa ekki allir safnsverðir gripir að vera stórir. Einn af traustustu stuðningsmönnum Landbúnaðarsafns, hann Sigurjón Valdimarsson á Glitstöðum, færði safninu tóbaksdós, hvar í voru allmörg lambamerki, frá fyrstu tíðum málm-merkja. Handgerð að sjálfsögðu, mjög haganlega eins og myndir sýna, af tengdaföður hans Eiríki Þorsteinssyni áður bónda á Glitstöðum.Langur vegur er frá þessum merkjum til þeirrar tækni sem beitt er í dag, hvað þá þeirrar sem nýtt verður á morgun . . .Ýmsar gerðir lambamerkja hafa þekkst í áranna rás. Já, og hvenær hófu menn annars að brúka slík merki?Sjálfsagt er að halda dæmum um helstu gerðir lambamerkja til haga. Landbúnaðarsafn þiggur þau en líka má benda á Sauðfjársetur á Ströndum sem verðugan viðtakanda.Image attachment

5 CommentsSkrá aths

Mamma bjó til öll álmerkin hér á bæ. Þau voru samfelldur rennigur úr áli, slegið númer, sameiginlegt fyrir kind og lömb og bæjarmerki. REnningurinn var svo formaður þannig að lengri endanum var rennt í gegnum gat í eyra og klemmdur saman við styttri endann. Þetta var að ég held góður búnaður, smá handavinna við að gera og ganga frá, en sjaldan sem merki týndist úr eyra

Álmerkin eru þau fyrstu sem ég man eftir. Finnst að við höfum mjög fljótlega farið að nota þau, við fórum að búa fyrir alvöru 1958.

Það var mikið ábyrgðahlutverk að fá að höggva númerin í álstrimlana. En mig minnir að merkin frá Þór hafi haft þann ókost að þau áttu til með að springa út úr gatinu á sléttu plötunni ?

View more comments

Það var aldeilis gaman í gær hjá okkur á “lokaviðburði” safnsins í ár. Dagrún og Jón sögðu okkur frá gömlum jólafólum og margir nældu sér í bækur😊 Við mælum með bókinni og geta áhugasamir fengið eintak frá þeim á síðunni Gömlu íslensku jólafólin 🎁

Nú svo er jólamarkaðurinn næsta laugardag og hlökkum til að sjá ykkur þar!🎄🎄
... Sjá meiraSjá minna

Það var aldeilis gaman í gær hjá okkur á “lokaviðburði” safnsins í ár. Dagrún og Jón sögðu okkur frá gömlum jólafólum og margir nældu sér í bækur😊 Við mælum með bókinni og geta áhugasamir fengið eintak frá þeim á síðunni Gömlu íslensku jólafólin 🎁Nú svo er jólamarkaðurinn næsta laugardag og hlökkum til að sjá ykkur þar!🎄🎄Image attachmentImage attachment+2Image attachment

0 CommentsSkrá aths

Hlaða niður fleiri færslum

Heimsóknir

Einstakir safngripir

Ár frá stofnun

Landbúnaðarsafns Íslands gerir skil á sögu og þróun íslensks landbúnaðar með því að varðveita gögn, gripi og aðrar minjar um hana, og annast rannsóknir og fræðslu um viðfangsefnið.

Við leggjum sérstaka áherslu á sögu landbúnaðarins frá byrjun tæknialdar í landbúnaði með rannsóknum sem og almennri kynningu á sögu hans og stöðu og hvers konar miðlun hennar, ýmist eitt sér eða í samvinnu við aðila sem til hennar eru fúsir.

Vertu hjartanlega velkomin.

 

Safnkostur

1.100 einstakir gripir sem segja frá stórbrotinni sögu landbúnaðar á Íslandi

Ertu með grip?

Segðu okkur frá s.s. um aldur, eigendur, uppruna og sögu gripsins/gripanna.

eða

eða

Sumar

15. maí – 30. september
Alla daga
11:00-17:00

Vetur

1. október – 14. maí
Fimmtudaga, föstudaga og laugardaga
13:00-17:00

eða

eða

Gjaldskrá

Fullorðnir (16+)         1.600 kr.

Námsmenn                1.200 kr.   

Eldri borgarar           1.200 kr.

Öryrkjar                     1.200 kr.

Börn (0-15)                 Frítt.