Hlutverk landbúnaðarsafn Íslands
Í stofnsamþykktum safnsins segir svo um hlutverk þess: Hlutverk Landbúnaðarsafns Íslands ses. er að gera skil sögu og þróun íslensks landbúnaðar með því að varðveita gögn, gripi og aðrar minjar um hana, og annast rannsóknir og fræðslu um viðfangsefnið. Landbúnaðarsafn Íslands ses. leggur sérstaka áherslu á sögu landbúnaðarins frá byrjun tæknialdar í landbúnaði með rannsóknum sem og almennri kynningu á sögu hans og stöðu og hvers konar miðlun hennar, ýmist eitt sér eða í samvinnu við aðila sem til hennar eru fúsir. Í starfi sínu skal Landbúnaðarsafn Ísland ses. hafa samráð og samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands og aðra opinbera aðila er annast minjavernd og minjavörslu í landinu, þ.m.t. byggðasöfn.